Google mun brátt gera notendum kleift að stýra því hvað verður um gögn þeirra á vefnum eftir að þeir falla frá. Google verður með þessu fyrst hinna stóru vef-fyrirtækja til að takast á við þetta viðkvæma mál.

Fjallað er um nýjungina á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Þar kemur fram að þjónstan muni ná til allra miðla Google, svo sem tölvupóstsins og samskiptamiðilsins Google Plus. Google á sem kunnugt er einnig YouTube og myndavefinn Picasa.

Notendur Google munu nú geta valið að eyða gögnum eða að veita ákveðnum aðilum, svo sem fjölskyldumeðlum, aðgang að þeim. Miðað verður við þann tíma sem líður án þess að viðkomandi notandi umræddan vefmiðil og munu notendur geta valið um 6 mánuði, 9 mánuði og svo framvegis.