Samkvæmt frétt í Wall Street Journal stefna eigendur Google leitarvélarinnar á að auka umsvif sín á símamarkaði. Þessa dagana á Google í viðræðum við bandarísku símafyrirtækin Verizon Wireless og Sprint Nextel um sölu á símtækjum sem verða sérsniðin að þeirri þjónustu sem Google hefur að bjóða.

Að sögn blaðsins mun Google innan skamms greina frá nýjum hugbúnaði og nýrri þjónustu sem framleiðendur símtækja geta notað til að auðvelda notendum símanna að þjónustu Google