Leitarvélarrisinn Google hefur verið valinn vinsælasta vörumerkið í Bretlandi og ýtir til hliðar BBC sem trónað hefur á toppi listans undanfarin ár. Google er einnig eina fyrirtækið í 50 efstu sætunum sem stofnað var eftir árið 1990.

Í öðru sæti kom Microsoft, þá British Petrolium og í fjórða sæti var BBC.

Rúmlega 500 vörumerki voru í valinu og spurðir voru yfir 1.500 sérfræðingar að sögn BBC en þetta kemur fram á vef BBC. Könunin er gerð með það að leiðarljósi að sjá hvaða vörumerki hefur besta orðsporið.

Stephen Cheliotis, stjórnarformaður Superbrands Council segir að fyrirtækin efsta á lista tengis Bretlandi misvel og eigi misjafnar rætur að rekja þangað en vekur þó athygli á því að meðalaldur fyrirtækjanna í 50 efstu sætunum er um 90 ár. Cheliotis segir það beina athygli að íhaldssemi og trúfesti Breta við gömul fyrir

Topp tíu listinn yfir vinsælustu vörumerkin er eftirfarandi:

1: Google

2: Microsoft

3: BP

4: BBC

5: GlaxoSmithKline

6: Rolls-Royce group

7: Financial Times

8: BA

9: Fedex Express

10: Hertz