Yfirtaka Google á Motorola Mobility eru stærstu kaup Google hingað til. Google þurfti að reiða fram 1600 milljarða króna sem er á við eina íslenska landsframleiðslu fyrir kaupunum en salan var samþykkt af kínverskum stjórnvöldum nú á dögunum samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Talið er að með kaupunum sé Google að hefja innreið sína í spjald- og farsímaframleiðslu en fyrirtækið hefur hingað til einungis þróað hugbúnað í þess háttar tæki.

Baráttan um einkaleyfin

Google hefur nú aðgang að nærri 17 þúsund einkaleyfum Motorola Mobility en það er stór viðbót við fremur lítið safn einkaleyfa Google. Stutt er síðan að Apple, Microsoft og Research in Motion sameinuðust í tilboð í megnið af einkaleyfunum úr þrotabúi Nortel svo Google fengi sem minnst.