Svo virðist sem breski forsætisráðherrann Gordon Brown hafi ekki aflað sér félaga meðal OPEC ríkja með ummælum sínum um ákvörðun OPEC að draga úr framleiðslu.

Brown gagnrýndi ákvörðunina en Financial Times hefur í dag eftir Abdalla El-Badri, háttsettum starfsmanni OPEC, að Brown sé eitthvað ráðviltur þegar kemur að olíuverði. Þannig bendir Abdalla El-Badri Brown á það að ef hann vilji lækka verð á olíu í Bretlandi sé honum í lófa lagið að lækka álögur á olíu.

OPEC telur að "rétt" verð á olíufatinu sé 75 dollarar.