Gordon Brown, leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti fyrir stundu um afsögn sína.

Afsögn Brown kemur í kjölfar slæms gengis flokksins í nýafstöðnum kosningum en þá runnu stjórnarmyndunarviðræður Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata út í sandinn í dag.

Allt bendir til þess að Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar semji um nýja ríkisstjórn en ekki liggur fyrir hvort það verður samsteypustjórn flokkanna tveggja eða hvort að Íhaldsmenn myndi minnihlutastjórn.

Búist er við því að Brown gangi á fund Elísabetar Englandsdrottningar í kvöld eða fyrramálið og segi formlega af sér sem forsætisráðherra. Í framhaldinu má búast við því að David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, verði útnefndur forsætisráherra.