Bretar eru nú kvattir til þess að fara sparlega með matvæli sem og eldsneyti. Ný skýrsla bresku ríkisstjórnarinnar sýnir að um 4 milljón tonn af mat er sóað árlega.

Jafngildir það sóun á 420 sterlingspundum á hvert heimili.

Hækkandi matvælaverð og eldsneytisverð er eitt að aðal umfjöllunarefnum G8 fundarins sem haldinn er í Japan.

Breska blaðið Guardian fjallar um þetta.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði áður en hann hélt til fundarins að mikilvægur þáttur í baráttunni við hækkandi matvælaverð væri að nýta matvælin og ekki láta neitt fara til spillis.

Matvælaverð hefur farið hækkandi síðustu misseri. Sú hækkun er m.a. rakin til uppskerubrests og hás heldsneytisverðs sem kemur sér sérstaklega illa fyrir landbúnað.