Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og áður fjármálaráðherra landsins, viðurkennir að hafa gert mikil mistök þegar hann lagði grunn að regluverki fjármálakerfisins fyrir fjármálakrísuna.

Brown viðurkenndi mistök sín á árlegri ráðstefnu Institute for Economic Thinking sem haldinn var í Bretton Woods í New Hampshire um helgina. Hann sagði að lagt hafi verið á ríkisstjórnina að stækka ekki regluverkið. BBC greinir frá þessu í dag og má sjá ummæli Browns hér .

Brown sagði einnig að breska fjármálaeftirlitið, FSA, hafi verið hannað til þess að fylgjast með einstaka stofnunum. Stjórnvöld töldu að helsta vandamálið væri verðbólga en ekki fjármálastofnanir og áhættan sem þær tóku.