Michael Douglas aðstoðar bandarísku alríkislögregluna í baráttunni gegn hvítflibbaglæpum og er nýr talsmaður FBI gegn innherjasvikum.

Michael Douglas, sem lék hinn gráðuga fjárfesti Gordon Gekko í myndinni Wall Street, segir myndina tilbúning en ekki raunveruleika.

Frægasta setning myndarinnar Wall Street er án efa að græðgi sé góð en FBI notar það atriði í myndskeiði þar sem Michael Douglas tjáir sig um hvernig eigi að uppræta innherjasvik.