Hið sögufræga fyrirtæki W. L. Gore & Associates hefur hafið samstarf við 66° Norður, fyrst íslenskra fyrirtækja. Þetta felur í sér að í komandi vörulínum frá 66° Norður munu innihalda fatnað þar sem notast er við GORE-TEX efnið, en það þykir mikill gæðastimpill. Nú þegar eru flíkur komnar í sölu þar sem notast er við efnið. Samstarfssamningurinn er stórt skref fyrir 66°Norður enda er W. L. Gore & Associates þekkt fyrir að gera strangar kröfur til samstarfsaðila sinna.

Þriggja milljarða dollara velta

W. L. Gore & Associates var stofnað árið 1958 af hjónunum Wilbert og Genevieve Gore.  „Saga fyrirtækisins er mjög áhugaverð,“ segir Serena Carluccio starfsmaður fyrirtækisins sem stödd er hér á landi ásamt Inge Sander, markaðsfulltrúa félagsins.  „Stofnandi fyrirtækisins var verkfræðingur sem ákvað að segja upp starfi sínu til að elta drauminn sinn og stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem hann gæti rannsakað og þróað notkun og möguleika efnisins Polyamide. Í fyrstu starfaði fyrirtækið aðeins í kjallara Gore-fjölskyldunnar í Delaware í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er fyrirtækið með starfsemi í 30 löndum víðsvegar um heiminn og er velta þess rúmir þrír milljarðar Bandaríkjadollara. Fyrirtækið er þrátt fyrir það enn þann dag í dag fjöskyldufyrirtæki sem framleiðir GORE-TEX efnið ásamt fjölmörgum öðrum vörum,“ segir Carluccio.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað um fjármögnun á kísilverksmiðju
  • Nýtt virðismat á fasteignafélögum
  • Rýnt í fjármál Íslandspósts og dótturfélags
  • Samantekt er gerð á hagnaði stærstu útgerðanna
  • Ítarlegt viðtal við Guðmund í Brim vegna deilumáls tengdu Vinnslustöðinni
  • Farið er yfir fjármál tryggingafélaga
  • Ný könnun Deloitte um ferðaþjónustuna tekin fyrir
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri SFS, er í ítarlegu viðtali
  • Umfjöllun um blóðsportið UFC og ævintýralegan hagnað þess
  • Rætt er við gagnavísindamanninn Brynjólf Borgar sem stofnaði nýverið fyrirtæki
  • Viðtal við Gunnar Inga Hansson sem hóf nýverið störf hjá Símanum
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um búvörusamninga
  • Óðinn fjallar um vexti á íbúðalánum