Sala Wal-Mart á 2. ársfjórðungi jókst um 17%, borð saman við sama tímabil í fyrra. Er það fyrst og fremst að þakka efnahagsástandinu í Bandaríkjunum, en neytendur kaupa matvöru og raftæki í auknum mæli í Wal-Mart þar sem verðið þar er lægra en víða annars staðar.

Hagnaður Wal-Mart á 2. fjórðungi þessa árs nam 3,45 milljörðum dala (280 milljarðar íslenskra króna), sem er 87 sent á hlut. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,95 milljörðum dala og jókst hann því um tæp 17% milli ára.

Herjar á brasilískan markað

Wal-Mart hyggst leggja 1,1 milljarð Bandaríkjadala (89,3 milljarðar íslenskra króna) í uppbyggingu keðjunnar í Brasilíu. Fyrirtækið hyggst opna á bilinu 80-90 verslanir í Brasilíu á næsta ári, en fyrir eru 318 Wal-Mart verslanir þar í landi.