Fjöldi brota vegna ólöglegrar sölu og bruggun á áfengi hefur aukist nokkuð á milli ára fyrstu 11 mánuði þessa árs.

Þetta kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir fyrstu 11 mánuði ársins. Það sem af er þessu ári hafa verið skráð 24 brot vegna ólöglegrar sölu á áfengi og 26 brot fyrir ólöglega bruggun.

Brotum vegna sölu og framleiðslu á bruggi fækkaði töluvert á árunum 2004 -2008 en fjölgaði aftur árið 2009.

Árið 2003 voru skráð brot fyrir ólöglega sölu á áfengi tæplega 30 en þeim fækkaði snarlega árið eftir þegar aðeins 11 brot voru skráð. Eftir það fór þeim enn fækkandi og árið 2008 voru aðeins 5 brot skráð.

Fjöldi brota vegna bruggunar náði hámarki árin 2002-3 þegar 20 brot voru skráð. Þeim fækkaði lítillega árið 2004 en hefur fjölgað frá árinu 2007.