Fram kemur í stöðuskýrslu frá Samhæfingarstöð Almannavarna að Veðurstofan hafi hækkað litakóða fyrir flug úr appelsínugulu í rautt.

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík skilgreindi hættusvæði umhverfis eldstöðina þegar eldgosið hófst seint í gærkvöldi í samræmi við upplýsingar frá Veðurstofu Íslands. Er nánari upplýsingar bárust um gosið minnkaði ISAVIA hættusvæði fyrir flug og lækkaði það úr 18.000 fetum í 5.000 fet. Svæðið nær 10 sjómílur umhverfis eldstöðina í Holuhrauni.

Svæðið hefur verið skilgreint sem haftasvæði svo önnur flug en vísindaflug með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er bannað. Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir.