„Það virðist þurfa að minna VG á að atvinna skiptir máli,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og sagði gott að þingkosningar eru ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti..

Eygló gerði ívilnanir til handa kísilvers á Bakka við Húsavík að efni sínu í umræðum um störf þings á dag. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ætlar að mæla fyrir ívilnunum til stóriðjunnar á Bakka á Alþingi í dag. Á meðal þeirra eru niðurfelling tryggingagjalds og stimpilgjalda.

Eygló furðaði sig á því að eitt fyrirtæki fái ívilnanir á borð við þessa en ekki önnur og vildi að fleirum standi slíkt til boða. Þar á meðal meginþorra íslenskra fyrirtækja, sem er með 10 starfsmenn.