Rekstur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda gekk vel á síðasta ári. Ávöxtun var með besta móti eða 10,1% hrein raunávöxtun Meðaltal hreinnar raunávöxtuna sl. fimm ár er 4,5% og sl. 10 ár 5,8%. Heildareignir í árslok 2004 námu 33.592 milljónum króna og vaxa um 5.390 milljónir króna eða 19,1%.

Eignarsamsetningi sjóðsins er þannig að um 19% eigna eru í erlendri mynt þá einkum erlend hlutabréf, um 13% eigna eru í innlendum hlutabréfum og innlend skuldabréf nema 68% af eignum í árslok 2004.

Tryggingafræðilega staða sjóðsins er þannig að heildarskuld-bindingar nema 2% umfram eignir. Hefur staðan batnað um 4,9% milli ára. Auknar lífs- og örorkulíkur þyngja skuldbindingar sjóðsins verulega. Til þess að vega á móti þeim var samþykktum sjóðsins breytt. Breyttar samþykktir ásamt góðri ávöxtun 2004 bæta tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Séreignardeilin gekk vel og var ávöxtun 13,5%. Eignir jukust um 52% eru námu þær í árslok 198 milljónir króna.

Byggt á frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða, www.ll.is