*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 18. október 2020 17:22

Gott ár hjá fasteignafélögunum

Tekjur og rekstrarhagnaður allra skráðu fasteignafélaganna hækkuðu milli ára í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skráðu fasteignafélögin þrjú áttu nokkuð gott ár í fyrra. Samanlagðar tekjur námu 30 milljörðum og hækkuðu hjá öllum þremur félögum milli ára, rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar nam 20 milljörðum og hækkaði einnig hjá öllum.

Samanlagðar eignir félaganna námu rétt tæpum 400 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall – sem var svo til jafnt milli allra félaganna – var 32%. Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á öll félögin.

Tekjur og rekstrarhagnaður hækkuðu þó áberandi mest hjá Regin, þar sem tekjur jukust um 19% og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu um 25%.

Aðgerðir Regins á þessu ári vegna greiðsluerfiðleika leigutaka sökum heimsfaraldursins fela í sér að semja við leigutaka um breytingu á greiðslufyrirkomulagi, og í einhverjum tilfellum niðurfellingu leigu.

Rekstur Reita var stöðugri milli ára. Bæði tekjur félagsins og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu jukust aðeins lítillega milli ára. Leigutap félagsins sökum heimsfaraldursins á öðrum ársfjórðungi nam um 300 milljónum króna, en stærstum hluta leigugreiðslna frá hótelum frá apríl út árið var frestað.

Tekjur og rekstrarhagnaður Eikar fyrir matsbreytingu jukust um hátt í 7% milli ára. Heimsfaraldurinn er í árshlutauppgjöri sagður hafa haft veruleg áhrif á félagið, sem dró á 1,4 milljarða lánalínu í upphafi hans.

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgiriti Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun og unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér.

Stikkorð: Reginn Reitir Eik fasteignafélög