Ný markaðsherferð Lottó hefur vakið verðskuldaða athygli, meðal annars fyrir myndband við sérstaka útgáfu af lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Ég lifi í draumi. Þar má sjá marga fremstu íþróttamenn þjóðarinnar munda hljóðfærin af innlifun.

Myndbandið hefur slegið öll met á samfélagsmiðlum. Horft hefur verið á það 65.000 sinnum á Facebook-síðu Lottó, 8.000 hafa séð það á YouTube og 3.000 hafa horft á myndband um gerð myndbandsins. Einnig mældist aukning heimsókna nýrra notenda á vefsíðu Lottó á meðan herferðin stóð sem hæst.

„Markmið okkar með herferðinni var að undirstrika hverjir njóta góðs af því að þú spilar með í Lottó. Ráðist var í gerð myndbandsins þar sem lagið fyrir auglýsinguna heppnaðist svo vel. Þetta snýst náttúrulega alltaf fyrst og fremst um gott efni – án þess nærðu aldrei neinu flugi á Netinu. Allir skemmtu sér vel við gerð þess og það skín í gegn. Í svona verkefni verður hugmyndin að vera góð og útfærslan líka. Það skiptir höfuðmáli,“ segir Daníel Ólafsson sérfræðingur í markaðssetningu á Netinu hjá auglýsingastofunni ENNEMM.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .