Total Football, umboðsskrifstofa Bjarka Gunnlaugssonar og Magnúsar Agnars Magnússonar, hagnaðist um 46 milljónir á síðasta ári en 10 milljónir króna árið 2018. Bjarki og Magnús eru umboðsmenn fjölmargra íslenskra atvinnumanna í knattspyrnu.

Bjarki og Magnús stofnuðu Total Football árið 2011 með Arnóri Guðjohnsen en Arnór gekk úr hluthafahópnum á síðasta ári.

Tekjur félagsins jukust úr 73 milljónum í 133 milljónir króna milli ára. Félagið greiddi 55 milljónir króna í arð. Launakostnaður nam 28 milljónum króna en þeir eru einu starfsmenn félagsins. Bjarki og Magnús gengu síðasta haust til liðs við alþjóðlegu umboðsskrifstofuna Stellar Group