„Það hljómaði eiginlega of gott til að vera satt: ferð til New York á 1.490 danskar krónur (32 þúsund íslenskar) með Iceland Express og það var það líka. Að minnsta kosti hefur íslenska lággjaldfélagið aflýst 33 flugum frá 9. janúar til 28 mars 2012," segir í frétt danska dagblaðsins Politiken um Iceland Express.

Þar segir að félagið hafi boðist til þess að endurgreiða fólki miðana sem átti pantað far til New York en svo auðveldlega eigi Iceland Express þó ekki að sleppa þar sem reglur Evrópusambandsins kveði á viðskiptavinum sé heimilt að panta sér far með öðru flugfélag á kostnað Iceland Express þótt það verði dýrara.

Þar sem Ísland sé aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) gildi þetta líka fyrir Ísland en málið flækist vegna þess að Iceland Express sé ekki flugfélag og því gildi þetta ekki fyrir félagið. Það sé því Astreus sem sé skylt að útvega fólki far með öðru félagi en ekki leysist málið með því þar sem Astreus sé gjaldþrota. Það sé því í reynd þrotabúið sem eigi að sjá um að bóka og greiða fyrir nýja farmiða en það geti hins vegar tekið ár og dag og ólílklegt sé að mikla peninga sé að finna hjá Astreus.

Í upphafi hafi  kynningarfulltrúi Iceland Express sagt að miðar yrðu aðeins endurgreiddir en síðan hafi forstjóri Iceland Express sagst tilbúinn að semja við hvern og einn viðskiptavin.