Matsmennirnir Þröstur Sigurðsson hjá Capacent og Kjartan Arnfinnsson hjá KA endurskoðun tóku 25.900 krónur á tímann í útselda vinnu vegna matsgerða sem gerðar voru fyrir Baug. Tímagjald aðstoðarmanna var 10.000 til 15.900 krónur.

Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem viðurkenndi kröfur þeirra Þrastar og Kjartans á þrotabú Baugs en í dómnum kemur fram að þóknun til þeirra skuli vera 56 milljónir króna.

Miðað við 160 tíma vinnu á mánuði á útseldu tímakaupi hafa matsmennirnir því um 4,1 milljón króna í laun en aðstoðarmennirnir um 1,7 milljónir til 2,5 milljónir á mánuði. Þess má geta að útseldir tímar í málinu námu alls 2.122,35 tímum.