Atlas Copco, sænski iðnaðartækjaframleiðandinn, birti uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung í dag og var það nokkuð í takt við væntingar markaðarins. Í Vegvísi Landsbankans segir að tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi hafi aukist um 29,2% milli ára en það var 3,3% meira en spáð var. Hagnaður Atlas Copco var hinsvegar um 0,6% minni er spár gerðu ráð fyrir og nam 1,3 mö.SEK á ársfjórðungnum. Framlegð Atlas Copco jókst á fjórða ásfjórðungi frá sama tíma í fyrra um 0,7 prósentustig og er nú 21,7% 33% aukning í pöntunum

Félagið er bjartsýnt á framhaldið og spáir áframhaldandi góðri eftirspurn og sölu á flestum sviðum en 33% aukning varð á pöntunum hjá Atlas Copco á fjórða ársfjórðungi ef litið er á sama tíma fyrir ári.   Almennt virðast fjárfestar vera ánægðri með stöðu félagsins en gengi hlutabréfa Atlas Copco hafa hækkað um 12% síðustu þrjá daga. Í kjölfar uppgjörsins hefur gengi bréfa Atlas Copco hækkað um 3,1%.