Tekjur kauphallarinnar í London (LSE) , jukust um 11% á þriðja ársfjórðungi og námu 89,9 milljónum punda (12,4 milljörðum króna), segir í frétt Dow Jones.

Rekstrarhagnaður jókst um 27,5% og nam 47,8 milljónum punda. En með góðu uppgjöri styrkist barátta LSE gegn yfirtökuboði bandarísku kauphallarinnar Nasdaq og er nú svo komið að tilboð Nasdaq er aðeins 3% hærra en gengi bréfa í LSE.