Sænski kúlulegu framleiðandinn SKF kynnti uppgjör sitt fyrir fjórða fjórðung 2007 í gær. Samkvænt Vegvísi Landsbankans var uppgjörið er gott þar sem sala jókst um 9% og hagnaður ársins var yfir væntingum. Hagnaður á 4F var 1,1ma. SEK sem reyndar er minni en á sama tíma í fyrra en samt 14% meiri en spáð var. Félagið tilkynnti um væna arðgreiðslu eða arðgreiðsluhlutfall uppá 8,8%.

Aukin eftirspurn í Asíu

Félagið spáir aukinni eftirspurn eftir vörum þess á árinu 2008. Búist er við óbreyttri eftirspurn í Bandaríkjunum, aukinni í Evrópu og mikilli aukningu í Asíu og S-Ameríku. SKF hefur trú á að velta félagsins muni aukast mikið á Indlandi á næstu árum.