Skömmu fyrir lokun markaða á föstudag birti Landsbankinn uppgjör fyrir síðasta fjórðung ársins. Uppgjörið var langtum betra en Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir. Hagnaður var af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi að upphæð 1.014 milljónir en Greiningardeild hafði gert ráð fyrir 1.676 m.kr. tapi.

"Það sem helst skýrir frávik Greiningardeildar er að gengistap var milljarði minna en við gerðum ráð fyrir (akkúrat öfugt við þriðja ársfjórðung þegar við ofmátum gengishagnað) og svo jákvæðir skattaliðir. Í lok síðasta árs færði Landsbankinn hlutabréfastöður sínar yfir í eignarhaldsfélög og kann það að skýra að í stað þess að reikna tekjuskattsgreiðslu er reiknað með tekjufærslu af sköttum á fjórða ársfjórðungi að upphæð 784 m.kr," segir í frétt KB banka.