Veiði gengur vel í Blöndu miðað við 2012, þar sem þegar voru komnir 639 fleiri fiskar á land miðað við 24. júlí síðastliðinn. Engu að síður er veiðin dræmari en var árið 2010. 21. júlí 2010 voru komnir 2.091 lax kominn á land miðað við 1.471 lax 24. júlí. Mismunurinn milli 2010 og 2012 er því 620 laxar.

Hægt hefur gengið í Rangánum í ár og einnig í Vopnafirði. Þó er vert að hafa í huga að Vopnafjarðarárnar eru svokallaðar síðsumarsár.