Afgerandi meirihluti starfsmanna við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði telur að góður andi ríki á vinnustaðnum, segir í tilkynningu. Meirihluti er einnig ánægður með launakjör sín, matinn, yfirmenn sína, aðbúnað og öryggi á vinnustað.

Þetta má m.a. lesa úr ítarlegum niðurstöðum könnunar sem Tryggvi Hallgrímsson, nemi í háskólanum í Tromsö, lagði fyrir fjölda innlendra og erlendra starfsmanna á framkvæmdasvæði Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í sumar. Verkefni Tryggva var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Alcoa Fjarðaáli, Landsvirkjun, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.

Alls fengust svör frá 414 starfsmönnum, þar af voru 390 erlendir ? langflestir pólskir. Karlar voru 93% svarenda, konur aðeins 7%. Tveir þriðju hlutar úrtaksins voru á aldrinum 30-50 ára og höfðu jafnframt unnið við stóriðjuframkvæmdir áður.

Könnunin leiðir einnig í ljós að gagnkvæm ánægja virðist ríkja á milli íslenskra og erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar. Þannig segja tæplega 70% erlendra starfsmanna það hafa verið ánægjulega reynslu að vinna með Íslendingum og 75% Íslendinga segja erlenda starfsmenn hafa reynst sér vel.

Í tilkynningunni er nokkur dæmi um svör við spurningum í könnuninni:

? Meira en 9 af hverjum 10, eða 90,8%, sögðust sammála eða mjög sammála fullyrðingu um að yfirmenn leggðu áherslu á vinnuöryggi. Aðeins 2,7% voru fullyrðingunni ósammála.

? Alls sögðust 64,6% aðspurðra vera sammála eða mjög sammála fullyrðingunni ?Ég er ánægður með yfirmenn mína?. Aðeins 12% voru ósammála fullyrðingunni en 23,4% reyndust hlutlaus.

? Þegar spurt var út í laun kváðust 60,6% sammála eða mjög sammála eftirfarandi fullyrðingu: ?Ég er mjög ánægður með launin mín?. Aðeins 10% voru ósammála.

? Rétt tæp 50% starfsmanna kváðust sammála þeirri staðhæfingu að aðstaða þeirra til frístunda væri góð en aðeins 16,6% voru henni ósammála.

? Alls reyndust 60,7% sammála eða mjög sammála þessari staðhæfingu: ?Ég er ánægður með matinn á mínum vinnustað.? Aðeins 12,9% voru ósammála.