Sala stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 84 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ársfjórðingi. Í tilkynningu kemur fram að sala var góð á stoðtækjum en þar var söluvöxtur 11%.  EBITDA hlutfall var 23% og hagnaður 7% af sölu. Félagið kynnti á ársfjórðungnum aðra kynslóð af hátæknihnénu Rheo Knee og gekk frá nýjum sölusamningum í Bandaríkjunum

Á ársfjórðungnum var félagið skráð á NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn.

"Við erum ánægð með  niðurstöður fjórðungsins. Reksturinn gengur  vel og er  arðsamur. Sala  á stoðtækjum  hefur farið  fram úr  væntingum, vörunýjungar og  ný kynslóð  af hátæknihnénu  Rheo Knee  hafa  hlotið góðar móttökur á markaðnum og  styrkir það hátæknivörulínu okkar  enn frekar. Sala á  spelkum og stuðningsvörum  er að ná  jafnvægi og  við erum vongóð um að  sjá viðsnúning í sölu  á þessari vörulínu á  næstu fjórðungum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri í tilkynningu.