Svo virðist vera sem góður gangur sé á fasteignamarkaði um þessar mundir og harla útlit fyrir annað í bráð, segir greiningardeild Kaupþings. Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 200 milli mánuði og voru 913 í mars.

?Almennt aukast umsvif á fasteignamarkaði á fyrstu tveimur mánuðum ársins en veltan í mars var svipuð og hún var í mars 2006. Töluverð aukning var á veltu með sérbýli sem jókst um 20% milli ára, velta með fjölbýli hélst hins vegar nánast óbreytt milli ára,? segir greiningardeildin.

Útlán til íbúðakaupa aukast

Hún bendir á að samhliða aukinni veltu á fasteignamarkaði þá jukust einnig útlán til íbúðakaupa hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) í mars eða um 500 milljónir króna milli mánaða.

?Í byrjun mars hækkaði Íbúðalánasjóður lánshlutfall og hámarkslán almennra útlána sem hlýtur að einhverju leyti að skýra aukin útlán sjóðsins. Að mati Greiningardeildar má gera ráð fyrir að umsvif á fasteignamarkaði aukist enn frekar á næstu misserum í ljósi auðveldara aðgengi að lánsfé hjá ÍLS og innlánastofnunum.

Þá gæti aukin aðsókn íslenskra heimila í erlenda fjármögnun jafnframt hliðrað eftirspurn á markaði. Allt útlit er því fyrir að líf sé að færast í markaðinn sem að öðru óbreytti ætti að setja þrýsting til áframhaldandi hækkunar fasteignaverðs á næstu mánuðum,? segir hún.