Sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me hefur ákveðið að auka flugferðum um allt að 50% vegna mikillar aukningar farþega hjá flugfélaginu. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að nýlegar tölur um sætanýtingu í nóvember sýna aukningu um 11% á milli ára, á sama tímabili jókst farþegafjöldi félagsins um 19,7%. Þetta gerist á sama tíma og önnur flugfélög hafa skorið niður ferðir í sparnaðarskyni.

Í Vegvísinum er vitnað til Frederik Skanselid, forstjóra félagsins, en hann segir markmiðið að auka aðgengi að félaginu og auka þannig þjónustu við flugfarþega. Að auki hefur flugfélagið ákveðið að hefja flug í apríl til tólf nýrra áfangastaða í Evrópu. Fly Me er að stórum hluta í eigu Fons eignarhaldsfélags, sem er í eigu Pálma Harladssonar og Jóhanness Kristinssonar, en Fons seldi nýlega flugfélagið Sterling til FL Group.