Risaborinn í aðgöngum við Kárahnjúka setti tvöfalt framgangsmet í síðustu viku. Hann boraði 326 metra í vikunni, mest 80 metra á einum sólarhring, sem er betri árangur en náðst hefur áður í verkinu. Í Fljótsdal er lokið við að sprengja hvelfingar í stöðvarhús- og spennahellum. Fallgöngin úr aðrennslisgöngum niður að stöðvarhúsi eru orðin 264 metrar (þvermál 4,04 metrar).