Á fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrir stuttu var m.a. rætt um efnahagsþróun landanna. Þar kom fram að hagvöxtur jókst á svæðinu í fyrra og verður áfram góður. Hagvöxtur var sem fyrr mestur á Íslandi en hann var einnig myndarlegur bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Hagvaxtarhorfur eru sömuleiðis taldar mjög góðar. Fyrir utan Ísland er spáð mestum hagvexti í Noregi á yfirstandandi ári segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Verðbólga er sem fyrr meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Reiknað
er með aðeins meiri verðbólgu á Norðurlöndunum í ár og að atvinnuleysi minnki. Í ár er áætlað að atvinnuleysi verði hæst í Finnlandi af Norðurlöndunum, um 8,4% af vinnuafli, en lægst á Íslandi, um 2,4%. Hagvöxtur á Norðurlöndunum hefur flest undanfarin ár verið meiri en á Evrusvæðinu.

Skýringanna er meðal annars að leita í meiri framleiðnivexti en Norðurlöndin hafa verið í fararbroddi í notkun nýrrar tækni. Þá er vinnumarkaður á Norðurlöndum sveigjanlegri en sunnar í álfunni. Betri og
virkari staða í opinberum fjármálum hefur átt umtalsverðan þátt í þeim árangri sem náðst hefur.

Því má þó ekki gleyma í þessari umræðu að lítill hagvöxtur á Evrusvæðinu
dregur úr hagvaxtarmöguleikum Norðurlandanna til lengri tíma vegna þess
hversu miklu máli útflutningur til landa á Evrusvæðinu skiptir fyrir hagþróun
á Norðurlöndunum segir vefriti fjármálaráðuneytisins.