Sameining Nasdaq og OMX nýtur stuðnings stjórna beggja kauphallanna og hluthafa að 16,6% hlutafjár. Þar á meðal eru fjárfestar eins og Investor AB, Nordea Bank AB og Magnus Böcker.

Sömuleiðis hefur Olof Stenhammar & Company, sem á um 1,6% hlutafjár í OMX lýst yfir stuðningi sínum við tilboðið og lýst yfir vilja sínum til að starfa áfram.

Gert er ráð fyrir að stjórnendateymi komi frá báðum fyrirtækjum og Robert Greifeld muni starfa sem forstjóri en  Magnus Böcker verði forseti félagsins.,