*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Erlent 24. september 2019 13:45

Græða vel á falli Thomas Cook

Fjárfestar sem veðjuðu á fall flugfélagsins Thomas Cook hagnast vel á stöðutökunni.

Ritstjórn
Fjármálahverfið í Lundúnum, City
european pressphoto agency

Nefnd bankamanna um framvirka lánasamninga (e. The Credit Derivatives Determinations Committees) segir í tilkynningu að samningar að upphæð 2,7 milljarða dollara vegna félagsins Thomas Cook komi til greiðslu á næstu dögum. Flugfélagið Thomas Cook var úrskurðað gjaldþrota í gær. 

Fréttastofa Reuters greinir frá þessu og segir úrskurð nefndarinnar þýða að fjárfestar sem tóku skortstöðu á markaði með skuldatryggingar Thomas Cook munu fá greitt fyrir að veðja á fall félagsins. 

Samkvæmt tilkynnningu nefndarinnar eru verðmæti skuldatrygginga Thomas Cooks áætlaðar 2,7 milljarðar dollarar að nafnverði. 

Stikkorð: Thomas Cook