Egill Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Össuri nýtti sér ákvæði í kaupréttarsamningi til að kaupa 500.000 hluti í félaginu í dag. Hann seldi hlutina strax aftur samkvæmt tilkynningum sem komu frá kauphöllinni í dag.

Kaupverð hlutanna var á genginu 8,55 danskar krónur eða 162,77 íslenskar krónur á hlut. Samtals kaupverð var því um 81,3 milljónir króna.

Söluverð hlutanna var á markaðsvirði, 455 íslenskar krónur á hlut, eða samtals um 227,5 milljónir króna.

Mismunur á kaupum samkvæmt kauprétti og sölu á markaðsvirði var því um 146 milljónir króna.