Framkvæmdastjóri Iceland Seafood International í Frakklandi, Francois Ouisse, hefur nýtt sér valrétt sinn til kaupa á tæplega 443 þúsund bréfum í félaginu og selt þau fyrir 3,6 milljóna króna hagnað.

Viðskiptablaðið sagði fyrir tveimur árum frá sölu hans á bréfum í félaginu fyrir tæpar 7 milljónir króna, en valrétturinn nú er frá árinu 2016. Kaupgengi hans samkvæmt valréttinum nú er á 5,40 krónur, svo hann keypti bréfin á tæplega 2,4 milljónir króna, en seldi þau aftur á genginu 13,62 krónur, svo hann fékk rétt rúmlega 6 milljónir króna fyrir þau.

Það sem af er degi hafa bréf félagsins lækkað um 0,88%, niður í 13,50 krónur, í 60 milljóna króna viðskiptum. Tilkynnt er um viðskipti Ouisse í kauphöllinni sem og mótviðskiptum ISI til fullnustu valréttarins.