Vogunarsjóðir græddu margar milljónir danskra króna á því að skortselja hluti í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru af því er fram kemur í frétt Börsen. Pandora féll um 65% á mánudeginum í síðustu viku og hefur fallið um 87% frá því í janúar. Endurheimtur Seðlabanka Íslands af láni sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008 með veði í danska bankanum FIH eru að miklu leyti bundnar við gengi bréfa í Pandoru.

Vogunarsjóðir keyptu til baka milljónir hluta í Pandoru á föstudaginn síðasta á markgenginu 50 danskar krónur. Upphaflega fengu þeir hluti að láni þegar markgengið stóð í 250 dönskum krónum og hlut og seldur jafnóðum. Mikil aukning hefur verið á skortstöðum í Pandoru frá apríl mánuði til fallsins síðasta mánudag. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en sá hluti fór í 21 milljón hluta í síðustu viku. Í dag er fjöldi hluta í láni kominn niður í 17 milljónir. Því má sjá að 4 milljónir hluta voru keyptir til baka í vikunni. Heildarfjöldi hluta Pandoru á markaði eru 55 milljónir hluta.

Munurinn á verði hlutanna er 200 danskar krónur og er því ljóst að vogunarsjóðir hafa grætt milljarða danskra króna á skortsölunni.