Kauphöllin í Stokkhólmi opnar fyrst þeirra sem Bloomberg-fréttaveitan fylgist með á vef sínum og ef hún gefur vísbendingu um það sem koma skal þá má búast við grænum degi í kauphöllum Evrópu; þeim fyrsta á þessum ársfjórðungi. Strax við opnun hækkaði OMXS30-vísitalan um 1,7% en í gær lækkaði vísitalan um 4%.

Þannig virðast hækkanir gærdagsins í Bandaríkjunum kæta sænska fjárfesta en hið sama er ekki hægt að segja um kollega þeirra í Asíu. Reyndar virðist kauphöllin í Hong Kong hafa verið lokuð í nótt en í Tókýó lækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9%.