*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 11. nóvember 2011 15:37

Græn vikulok á mörkuðum

Áfangi í skuldamálum Grikkja og Ítala hefur róað fjármálamarkaði beggja vegna Atlantsála í dag.

Ritstjórn
Það er engu líkara en þessir verðbréfamiðlarar í New York bara trúi því ekki hvað hlutabréf hafa hækkað mikið eftir afleita viku á fjármálamörkuðum.
Aðrir ljósmyndarar

Fjárfestar beggja vegna Atlantsála kættust nokkuð í dag eftir að Grikkir tóku sig saman í andlitinu og fundu forsætisráðherraefni. Þá þykir skuldabréfaútboð Ítala og ákvörðun þeirra að hysja upp um sig buxurnar í ríkisrekstri lofa góðu. Þetta róaði öldurnar á fjármálamörkuðum eftir ansi slæma viku.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,5%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 2,8% og CAC 40-vísitalan farið upp um 2,45%.

Þá hefur Dow Jones-vísitalan hækkað um 1,95% í Bandaríkjunum, S&P 500-vísitalan farið upp um 1,72% og Nasdaq-vísitalan hækkað um 1,45%.