Samkvæmt Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni eru grænir orkugjafar orðnir hagkvæmari í framleiðslu en jarðefnaeldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin birti í þessum mánuði, en aðstæður voru kannaðar í ríflega 30 löndum. Stofnunin telur að endurnýjanlegir orkugjafar séu komnir til að vera og að árið 2016 marki tímamót í sögu þeirra.

Framleiðslukostnaður á sólar- og vindorku er samkvæmt skýrslunni farinn að vera sambærilegur framleiðslukostnaði á jarðefnaeldsneyti. Hlutdeild sólar- og vindorku í orkubúskap þeirra þjóða sem stofnunin kannað hefur aukist jafnt og þétt.

Samkvæmt skýrslunni var á síðasta ári fjárfest fyrir um 286 milljarða dollara til þess að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Stofnunin telur þó að spíta þurfi í lófana til þess að forðast áhrif neikvæð áhrif hnattrænnar hlýnunar.

Aukin fjárfesting er án efa farin að skila sér til neytenda, en stofnunin spáir því að sólarorka verði allt að tvöfalt ódýrari en annars konar raforka á næstu tíu til tuttugu árum.