„Nýju átöppunargræjurnar koma í lok næsta mánaðar og mér skilst að það taki þrjá mánuði að fara í gegnum ferlið hjá ÁTVR, þannig að ég myndi reikna með að þegar allt er komið saman að það verði um sex mánuðir í heildina í að bjórinn komi til Íslands,“ segir Friðrik Magnússon framleiðandi Qajaq bjórsins á Grænlandi sem er bjartsýnn á mótttökur Íslendinga.

„Það er nú eiginlega merkilegt hvað fólki finnst gaman að kaupa bjór frá hinum og þessum löndum, sérstaklega ef hann er á fínu verði. Það hefur alltaf verði grunnhugmynd hjá okkur að vera ekki bara þessi týpíska handverksbjórgerð því við trúum því að við séum að búa til góðan bjór á góðu verði. Við erum með níu tegundir, eða stíla, en ætli það verði ekki fyrst pilsnerinn okkar, sennilega dunkelinn og hugsanlega maibock og dobbelbock tegundirnar sem koma fyrstar til Íslands.“

Af frásögn Friðriks er ljóst að á ýmsu hefur gengið við að byggja upp starfsemi í þessu 1.500 manna þorpi syðst í Grænlandi, danska kerfið í landinu er oft þunglamalegt og erfitt að fóta sig í gegnum það.

„Það er oft eins og Danir reyni að halda þróun samfélagsins hérna niðri, og vilji halda aftur af framþróun, alla vega í minni bæjunum, þá vilja þeir ekki að neitt gerist,“ segir Friðrik og nefnir ýmis dæmi um undarlegar reglur sem séu eins og sniðnar til að halda aftur af hugmyndaauðgi og framtakssemi heimamanna.

Friðrik telst til að hann sé nú með í kringum 3% af grænlenska bjórmarkaðnum en sameiginlegt innflutningsfyrirtæki dönsku bjórframleiðendanna Tuborg og Carlsberg er að öðru leiti nánast með einokun á markaðnum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um forstjóraskiptin í HB Granda.
  • Umfjöllun um fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetingu íþróttamanna.
  • Viðtal við Gylfa Arnbjörnsson, fráfarandi forseta ASÍ.
  • Fjallað er um fyrirhugaða lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands.
  • Umfjöllun um fyrirtæki sem framleiðir kísilríkar drykkjarvörur.
  • Ítarleg umfjöllun um bætta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna.
  • Viðtal við Bjarna Benediktsson um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Landsbanka.
  • Ráður er lítil ráðgjafastofa sem aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu jafnlaunastaðals.
  • Afkoma heildsala versnar.
  • Óðinn skrifar um hræsni í umfjöllun um mennta- og heilbrigðiskerfið.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um borgarmálin.