Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hækkuðu í dag en þegar upp var staðið var hækkunin þó ekki jafn mikil og útlit var fyrir framan af degi. Kenna erlendir fjölmiðlar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, um það en hann hafði betur í atkvæðagreiðslu í ítalska þinginu um fjárlög komandi árs. Sá galli er samt á gjöf Njarðar að Berlusconi hefur misst stuðning meirihlutans í ítalska þinginu og í kjölfar þess leituðu allar markaðir niður á við en þó ekki niður fyrir núllið.

FTSE-vísitalan breska hækkaði um 1%, DAX um 0,6% og CAC í Frakklandi hækkaði um 1,3%. Í Mílanó hækkaði ítalska FTSE-vísitalan um 0,7%.