Af 22 skráðum félögum í Kauphöllinni voru 21 græn eftir viðskipti dagsins. Þá hækkuðu bréf Sjóvá mest í dag eða um 4,4% í 238 milljóna króna viðskiptum, gengið stendur nú í 33,2 krónum á hlut og hefur hækkað um 5,73% á síðastliðnum mánuði. Þar á eftir fylgdu bréf Marels en þau hækkuðu um 4,28% í 510 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa Skels héldust óbreytt enda áttu engin viðskipti sér stað með bréf félagsins. Þá hækkuðu bréf Brim minnst í dag eða um 0,57% í 623 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,02% en hún hefur hækkað um 1,12% á síðastliðnum mánuði en hefur aftur á móti lækkað um 19,17% það sem af er ári.

Heildarvelta á markaði nam 5,6 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með bréf Arion banka en þau námu 819 milljónum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 1,91% og stendur nú í 160 krónum á hlut og hefur lækkað um 0,62% á síðast liðnum mánuði.

Á First North markaði hækkaði gengi bréfa Play um 0,64% í 14 milljóna króna viðskiptum en það hefur lækkað um 18,86% á síðastliðnum mánuði og um 32,33% það sem af er ári.