Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hækkaði um 1,54% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam 11,45 milljörðum. Velta á hlutabréfamarkaði nam þar af 2,82 milljörðum og 8,6 milljörðum á skuldabréfamarkaði.

Gengi bréfa í öllum félögum á markaði hækkuðu að Össuri undanskildu - en engin viðskipti voru með bréf þeirra.

Gengi bréfa HB Granda hækkaði mest eða um 3,13% í 28,7 milljón króna viðskiptum. Talsvert meiri viðskipti var með bréf Eimskipafélags Íslands en gengi bréfa Eimskips hækkaði um 2,42% í 162,4 milljón króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Icelandair Group, eins og oft áður, en gengi bréfa Icelandair hækkaði um 1,26% í 508 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Eikur fasteignafélags hækkaði einnig um 2,72% í 340,4 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í dag í 9,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,6% í dag í 2,8 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 6,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,7% í 1,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,5% í 3,6 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% í dag í 0,8 milljarða viðskiptum.