*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 13. júní 2018 16:32

Grænn dagur í kauphöllinni

Mest velta var með bréf Marels, en hún var 415 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,94%.

Ritstjórn
Velta dagsins í kauphöll Nasdaq nam tæpum 2 milljörðum króna.
Haraldur Guðjónsson

Origo var eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins í kauphöllinni, en lækkunin nam 1,46%. Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,94% í viðskiptum dagsins. 

Mest hækkaði verð á hlutabréfum í Heimavöllum, eða um 4,13%. Næst mest hækkun var á bréfum Eimskips, eða 3,35%.

Annan daginn í röð var mest velta með bréf Marels en hún var 415 milljónir króna. Heildarveltan í kauphöllinni í dag nam tæpum 2 milljörðum.

Skuldabréfavísitala GAMMA stóð í stað. En vísitala óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 0,01% og vísitala verðtryggðra skuldabréfa stóð í stað.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is