*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 15. ágúst 2018 16:41

Grænn dagur í Kauphöllinni

Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um 3,28% í 242 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um 3,28% í 242 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Í morgun bárust fréttir af því að WOW air hyggðist ráðast í 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun og stefnir fyrirtækið að því að klára umrædda fjármögnun í ágúst. 

Verð á bréfum í Origo hækkaði einnig í Kauphöllinni í dag eða um 3,00% í 80 milljóna króna viðskiptum. Í morgun var birt tilkynning í Kauphöllinni þess efnis að stefnt sé að sölu á þriðjungshlut í Tempo til alþjóðlega fjárfestingasjóðsins HPE. 

Verð á hlutabréfum í Högum hækkaði einnig um 1,07% í 138 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. N1 hækkaði jafnframt um 1,48% í 114 milljóna króna viðskiptum í dag.

Marel hækkaði um 0,14% í 2.126 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Í dag birtist frétt um að Capacent hafi hækkað verðmat sitt á Marel um 10 milljarða frá síðasta mati sem gefið var út í febrúar. Metur ráðgjafarfyrirtækið markaðsvirði Marels nú á 328 milljarða króna. 

Tvö félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag en það voru tryggingafélagið VÍS og fasteignafyrirtækið Reginn. VÍS lækkaði um 0,27% í 24 milljóna króna viðskiptum en Reginn lækkaði um 0,77% í 58 milljóna króna viðskiptum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is