Það var grænt um að litast í Kaupöllinni í dag en alls hækkuðu 17 félög a markaði í dag. Verð á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 2,91% í 763 milljóna króna viðskiptum. Festi hækkaði næst mest eða um 2,87% í 204 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins eitt félag lækkaði á markaði í dag en það var Arion banki sem lækkaði um 0,83% í 83 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmakaðarins hækkaði um 1,41% og heildarvelta á markaðnum nam 2 milljörðum króna.