*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 15. nóvember 2019 17:08

Grænn dagur í Kauphöllinni

Gengi 14 félaga, af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi, hækkaði í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi 14 félaga, af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi, hækkaði í viðskiptum dagsins. OMXI10 vísitalan hækkaði fyrir vikið um 0,05% og stendur hún í 2.051 stigi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,8 milljörðum króna.

Gengi Brims hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,27% í 451 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi Eimskipafélagsins um 3,11% í 127 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa kviku banka lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,47% í 136 milljóna króna veltu.  

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq