*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 24. janúar 2020 17:08

Grænn dagur í Kauphöllinni

Gengi sautján félaga af þeim tuttugu sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn

Gengi sautján félaga af þeim tuttugu sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið hækkaði gengi Úrvalsvísitölunnar OMXI10 um 1,33% og stendur það nú í 2.096,08 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,7 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,97% í 102 milljóna króna veltu. Næst mest hækkaði gengi bréfa Festi, eða um 2,84% í 385 milljóna króna veltu.

Arion banki, Eimskip og Sýn voru einu félögin sem lækkuðu í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði gengi bréfa Eimskips, eða um 1,37% í 27 milljóna króna veltu. Gengi Arion lækkaði um 1,24% í 330 milljóna króna viðskiptum, en í gærkvöldi sendi bankinn frá sér afkomuviðvörun. Gengi bréfa Sýn lækkaði svo aðeins um 0,27% í veltu sem einungis nam 2 milljónum króna. 

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq