*

laugardagur, 11. júlí 2020
Innlent 26. maí 2020 16:50

Grænn dagur í Kauphöllinni

18 af 20 félögum Kauphallarinnar hækkuðu í dag. Icelandair hækkaði um 10,53%.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq

Heildarvelta Kauphallarinnar í dag nam um 2 milljarða króna en 18 af 20 félögum hækkuðu. Bréf Icelandair hækkuðu annan daginn í röð um meira en 10% en þau stendur nú í 2,10 krónur á hlut eftir 31 milljóna krónu viðskipti. 

Mestu viðskiptin voru með bréf Marels sem hækkuðu um 0,56% í 445 milljóna krónu viðskiptum og standa nú í 718 krónur á hlut. Næstu mestu viðskiptin voru með bréf Símans sem hækkuðu um 2,29% í 268 milljóna krónu viðskiptum. Iceland Seafood hækkaði um 2,97% í 208 milljóna krónu viðskiptum. 

Origo hækkaði næst mest allra félaga eða um 3,86% en velta bréfanna nam 31 milljónum krónum. Þriðja mesta hækkunin var á bréfum Sýnar sem hækkuðu um 3,7% í 171 milljóna krónu viðskiptum. Einu bréfin sem hækkuðu ekki í dag voru bréf Eimskips og Heimavallar en gengi þeirra hélst óbreytt.

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum helstu myntum í dag. 

Stikkorð: Marel Icelandair Kauphöllin