*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 5. júní 2020 16:14

Grænn dagur í Kauphöllinni

OMXI10 vísitalan hækkaði um 1,49% í þriggja milljarða króna viðskiptum með hlutabréf Kauphallarinnar.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq.

Um þriggja milljarða króna velta var á hlutabréfum Kauphallarinnar í dag. 15 af 20 félögum Kauphallarinnar hækkuðu og OMXI10 vísitalan hækkaði um 1,49%.

Bréf Arion banka hækkuðu mest eða um 4,05% í 695 milljóna króna viðskiptum en þau enduðu í 64,3 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar. Bréfin hafa nú hækkað um tæp 26% frá 23. mars síðastliðinn þegar bréfin stóðu í 51 krónu á hlut. 

Origo hækkaði næst mest eða um 2,91% í 49 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Origo hefur ekki verið hærra síðan í október 2017.

Icelandair var eina félagið sem lækkaði í dag en bréf flugfélagsins lækkuðu um 4,35% í 18 milljóna króna viðskiptum. 

TM hækkaði um 2,4% í dag í 288,3 milljóna króna viðskiptum. Bréf tryggingafélagsins hafa hækkað um 41% frá því að þau náðu lægsta gengi ársins í 24,05 krónum á hlut þann 19. mars.   

Mikil velta var á bréfum Símans og Marels en Síminn hækkaði um 0,83% í 390 milljóna króna viðskiptum og um 391 milljóna króna velta var á bréfum Marels sem hækkuðu um 0,86%.

Stikkorð: Arion banki Marel Icelandair Síminn TM Nasdaq Kauphöllin Origo